Karfan

Aukasendingin: Yfirferð yfir alla andstæðinga Íslands á EuroBasket með Högginu

Karfan Season 9 Episode 11

Aukasendingin fékk góðvin þáttarins Heisa Högg í heimsókn til þess að fara yfir EuroBasket 2025. Alla andstæðinga Íslands, borgina Katowice, væntingar og margt, margt, fleira.

Ísland hefur leik á mótinu á morgun með leik gegn Ísrael. Síðan er leikið ansi þétt. Leikur á laugardag gegn Belgíu, gegn heimamönnum í Póllandi á sunnudag, Slóveníu á þriðjudag og riðlakeppnin endar svo með leik gegn Frakklandi á fimmtudag í næstu viku. 

Umsjón: Davíð Eldur

Gestur: Heiðar Snær Magnússon

Aukasendingin er í boði Bónus deildanna, Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.