
Karfan
Á podcast rás Körfunnar er að finna margar ólíkar upptökur sem allar eiga það sameiginlegt að vera tengdar íslenskum körfuknattleik. Rásin hefur verið til síðan árið 2017.
Karfan
Fyrstu fimm: Martin Hermannsson
Í þessum síðasta þætti af Fyrstu fimm fer leikmaður íslenska landsliðsins og Alba Berlin í Þýskalandi Martin Hermannsson yfir sitt byrjunarlið leikmanna sem hann hefur spilað með á ferlinum.
Martin er 30 ára og að upplagi úr KR og eftir að hafa leikið upp yngri flokka með félaginu hóf hann að leika með meistaraflokki félagsins aðeins 15 ára gamall árið 2009. Þó má segja að hann hafi unnið aðeins tvo titla með KR, 2011 og 2014, en í þeim seinni var hann besti leikmaður deildarinnar.
Eftir seinni titilinn fór Martin út til Bandaríkjanna í háskóla. Þaðan fór hann svo og gerði vel með tveimur liðum í Frakklandi áður en hann fór til Alba Berlin árið 2018. Þaðan fór hann svo til Valencia á Spáni, þar sem hann lék 2020 til 2020 áður en hann fór aftur til Alba Berlin.
Með bæði Alba Berlin og Valencia hefur Martin leikið í deild þeirra bestu í Evrópu, EuroLeague, en hann var t.a.m. einn stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð.
Martin hefur einnig gert vel með íslenska landsliðinu, en hann mun nú í haust fara í þriðja skiptið með liðinu á lokamót EuroBasket.
Stjórnandi: Pálmi Þórsson
Fyrstu fimm er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.