.jpg)
Karfan
Á podcast rás Körfunnar er að finna margar ólíkar upptökur sem allar eiga það sameiginlegt að vera tengdar íslenskum körfuknattleik. Rásin hefur verið til síðan árið 2017.
Karfan
Aukasendingin: Egill fer yfir þing helgarinnar, reglur um erlenda leikmenn, fjölgun leikja og margt fleira
•
Karfan
•
Season 8
•
Episode 46
Aukasendingin fékk formann KR Egil Ástráðsson í heimsókn til þess að kryfja flest þeirra mála sem kosið verður um á körfuknattleiksþingi helgarinnar.
Stærst mála eru kannski breytingar á reglum um erlenda leikmenn og fjölgun leikja í efstu deild, en einnig er um fjölda annarra mála að ræða svosem hvaða búningum heimalið geta verið í, hversu margir leikmenn geti farið á venslasamning og hvort taka þurfi tillit til leikdaga liða af landsbyggðinni.
Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils, Bónus deildarinnar, Lengjunnar og Tactica.